21.11.2008 | 22:14
Stjórnvöld brugðust þjóðinni
Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor segir:
,,Það var reginskyssa af hálfu stjórnvalda að kveðja sjóðinn ekki til strax í vor, þegar forsætisráðherra Bretlands, seðlabankar Norðurlanda og aðrir innan lands og utan hvöttu að því er virðist til þess, enda hefði þá hugsanlega verið hægt að aftra hruni bankanna með tímabundinni endurþjóðnýtingu þeirra"
Þetta þíðir á mannamáli að stjórnvöld brugðust skyldu sinni gagnvart þjóðinni.
Geir og Ingibjörg höfðu ekki kjark til inngripa þegar mest á reið, því fór sem fór.
Hlutverk stjórnvalda er fyrst og fremst að hlúa að og vernda þjóðina frá áföllum og hörmungum af mannavöldum og að slá skjaldborg um hagsmuni þegnanna stuðla að mannvænu sanngjörnu og áhugaverðu samfélagi. Samfélagi sem getur átt eðlileg samskipti innbyrðis og við aðrar þjóðir.
Ísland í dag er á hraðleið inn í kreppu sem óvíst er hve djúp verður né heldur hve lengi mun vara.
Ráðamenn sem þorðu ekki að taka á vandanum þegar hann varð ljós snemma árs er ekki treystandi til að leiða okkur út úr vandanum. Það er tímabært að Ingibjörg og Geir virði hagsmuni þjóðarinnar meira enn sinn pólitíska frama.
Þjóðin treystir ykkur ekki
Um bloggið
Reinhold Richter
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.